31.5.2007 | 08:46
Rennslið í dag
Jæja ég(Sigga) átti víst að blogga í gær, en gleymdi því. Þannig að ég er bara að því núna, vegna þess að ég og Marín ákváðum bara að hittast kl. hálf 10. Þannig að ég er eiginlega bara núna að blogga fyrir gærdaginn. Við byrjuðum á því í gær að fara upp í skóla og prennta út skýrsluna og skila henni, svo fórum við heim til mín(Siggu) og ég var að vinna úr skoðanakönnunini og Marín var að vinna í powe point showinu og textanum sem við ætlum að lesa upp. Og svo ætluðum við að fara að prenta út textann, en Marín er með 2007 útgáfuna af word í sinni tölvu þannig að við gátum ekki opnað það í skólanum, þannig að ég(Sigga) fór heim til að senda skjalið aftur og með copy/paste en Marín sá því miður ekki copy/pasteið þannig að hún kom bara aftur heim og fattaði að power point showið okkar var líka í 2007 útgáfu
Þannig að... við þurftum að fara aftur upp í skóla (þriðja sinn þann daginn) með tölvuna hennar Marínar og koma power point showinu og laginu sem á að koma í endann á minniskubb, það tók smá tíma af því að það var smá vesen að komast á netið og við þurftum að tímasetja allar glærurnar, jamm þannig að við vorum í skólanum til 5
En við ákváðum þá bara að hittast daginn eftir (í dag) og æfa smá og Marín fer að koma fljótlega.....
-Sigga
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.